Íslenska
Radoje Domanović (16. febrúar 1873 – 17. ágúst 1908) var serbneskur rithöfundur, blaðamaður og kennari, frægastur fyrir háðssögur sínar.
Radoje Domanović fæddist í þorpinu Ovsište í Mið-Serbíu, sonur kennarans og frumkvöðulsins Miloš Domanović, og Persida Cukić, afkomanda Pavle Cukić, einn af herforingjum fyrstu og annarrar serbnesku uppreisnarinnar. Hann eyddi æsku sinni í þorpinu Gornje Jarušice nálægt Kragujevac, þar sem hann gekk í grunnskóla. Hann útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í Kragujevac og heimspekideild við Belgrad háskóla, þar sem hann lærði serbneska tungumálið og sögu.
Árið 1895 fékk Domanović fyrstu ráðningu sína, kennarastöðu í Pirot, í suðurhluta Serbíu, svæði sem nýlega hafði verið frelsað frá Ottómanaveldi. Í Pirot hitti hann Jaša Prodanović (1867–1948), kennara og aðgerðarsinna sem hjálpaði til við að móta pólitískar skoðanir hans. Þar kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Natalija Raketić (1875–1939), fátækum skólakennara frá Sremski Karlovci, sem mun styðja hann alla sína stuttu og ólgusömu ævi, en með henni eignaðist hann þrjú börn.
Frá því að hann gekk í róttæka flokkinn í stjórnarandstöðunni lenti hann í átökum við stjórn Obrenović-ættarinnar og hann var fluttur til Vranje í lok 1895 og síðan 1896 fluttur aftur til Leskovac. Rithöfundarferill Domanović hófst einnig á kennsludögum hans, og gaf hann út sína fyrstu raunsæju smásögu árið 1895. Eftir að hann kom fyrst fram opinberlega gegn stjórnvöldum árið 1898, var bæði honum og eiginkonu hans vísað frá opinberri þjónustu og Domanović flutti með fjölskyldu sinni til Belgrad.
Í Belgrad byrjaði hann að vinna með öðrum rithöfundum í „Zvezda“ (Stjarna) vikuritinu og stjórnarandstöðublaðinu „Odjek“ (Bergmál). Á þessum tíma byrjaði hann að skrifa og gefa út fyrstu háðssögur sínar, eins og „Djöfull“ og „Afnám ástríðna“. Frægð Radoje tók af stað með útgáfu frægustu sagna hans, „Leiðtogi“ (1901) og „Stradija (Ánauðarland)“ (1902), þar sem hann réðst opinskátt á og afhjúpaði hræsni og ranghugmyndir stjórnarhersins.
Eftir valdaránið sem batt enda á valdatíma Aleksandar Obrenović árið 1903, þegar vinsældir voru sem hæst, fékk Domanović embætti skrifara í menntamálaráðuneytinu og nýja ríkisstjórnin leyfði honum að fara til Þýskalands í eins árs sérhæfingu, sem hann eyddi í Munchen. Í Serbíu fann Radoje fyrir vonbrigðum vegna skorts á raunverulegum breytingum í samfélaginu. Hann stofnaði sitt eigið pólitíska vikublað, „Stradija“ (Ánauðarland), þar sem hann hélt áfram að gagnrýna veikleika hins nýja lýðræðis, en skrif hans höfðu ekki lengur þann styrk og innblástur sem áður hafði verið.
Radoje Domanović lést hálftíma eftir miðnætti 17. ágúst 1908, 35 ára að aldri, eftir langa baráttu við langvinna lungnabólgu og berkla. Hann var grafinn í nýja kirkjugarðinum í Belgrad. Óbirt verk hans sem eftir voru týndust í fyrri heimsstyrjöldinni. Vegna mikilvægs hlutverks síns í baráttunni við afturhaldsöflin og gáfur hans er hann almennt talinn vera besti serbneski háðsádeiluhöfundurinn um aldamótin XX.
Bókmenntaverk
Nokkur af frægustu verkum Radoje Domanović eru:
- Afnám ástríðna, 1898
- Dauðahafið, 1902
- Djöfull, 1898
- Kraljević Marko meðal Serba í annað sinn, 1901
- Leiðtogi, 1901
- Nútímauppreisn, 1902
- Rökleiðslafrá venjulegum serbneskum uxa, 1902
- Stradija, 1902
„Radoje Domanovic“ verkefnið er viðhaldið af Vladimir Živanović, gæðaverkfræðingi og bókmenntaáhugamanni, með það að markmiði að stafræna heildarverk serbneska rithöfundarins Radoje Domanovic, og gera lesendum víðs vegar kleift að lesa upprunalegu verkin og þýðingarnar. Eftirfarandi sögur voru þýddar sérstaklega fyrir verkefnið og eru birtar hér í fyrsta skipti:
- Leiðtogi (1–2–3), 1901
- Rökleiðslafrá venjulegum serbneskum uxa, 1902
Fyrir „Radoje Domanovic“ verkefnið þýtt af Dagbjörtu Gísladóttir.
![]()
[Contents of this biographical reference page were written for the “Radoje Domanović” Project with the goal of promoting the life and works of the famous Serbian satirist, Radoje Domanović, and are released into public domain. Editor]
